Hellur og flísar

Grásteinn framleiðir hellur á dvalarsvæði og bílastæði, hvorutveggja með sagaðri og náttúrulegri áferð (brotin). Þær gefa fallegt heildar útlit og eru tímalaust tákn um gæði og endingu. Notkunarmöguleikar eru margir og hjálpum við gjarnan til við ráðgjöf og efnisval.

Sem dæmi um notkun

  • Innkeyrslur
  • Göngustíga
  • Gólf innandyra sem utan
  • Veggi innandyra sem utanr
  • Garðpallar
  • Húsaklæðningar

  • Flísar frá Grástein hafa bæði verið límdar beint á veggi og hengdar á upphengigrind (kerfi) innan sem utandyra, bæði með sléttri og brotinni áferð. Einnig hefur verið hannað upphengikerfi á hús þar sem steinn (flís) með náttúrulegri framhlið er límdur á hús.

    Til að ná sem bestum árangri og tryggja endingu á gólfflísum utandyra eða á sólpalla er best að leita til starfsmanna Grásteins eða múrarameistara um ráðgjöf á límingu og efnisnotkun.