Hleðslur

Hleðslur úr náttúrustein eru tímalausar og glæsileg lausn til að leysa hæðarmismun í lóðum og görðum. Einnig er hægt að hafa frístandandi hleðslu sem gefur lóðinni/garðinum fallegan svip. Grásteinn framleiðir nokkrar mismunandi týpur af hleðslusteinum sem gefa mismunandi heildarmynd á lóðina/garðinn.

Grásteinn framleiðir hleðslusteina í stöðluðum hæðum og eru þeir í hlaupandi lengdum. Þessir steinar eru með brotna framhlið sem gefur fallega og stílhreina heildarmynd á hleðsluna. Möguleiki er að hlaða þessa týpu af steinum þétt saman eða með múrfúgu á milli steina. Auðvelt er að vinna með þessa tegund steina og eru útfærsluteikningar og leiðbeiningar hér neðar á síðunni.

Einnig eru framleiddir hleðslusteinar í óreglulegar hleðslur með brotnu og rifnu yfirborði. Þessi tegund hleðslusteina er að hluta til unnin í steinsmiðju og er svo hoggin saman að hluta á verkstað til að fá steinana til að falla þétt saman.

Sem dæmi um notkun

  • Frístandandi hleðslur
  • Hleðslur sem taka hæðarmun
  • Óreglulegar hleðslur
  • Hlaðnar súlur
  • Hlaðnir bekkir
  • Bogahleðslur
  • Hlaðin beð
  • Ofl.