Kantsteinar

Kantsteinn og þrep úr náttúrustein eru tímalaus tákn um gæði og góða endingu. Kansteinn getur verið nauðsynlegur til taka niður litla hæðarmismuni, afmarka beð eða bara til að brjóta upp hellulagnir og gefa fallegan svip á heildarmynd eignarinnar. Kansteinn úr náttúrustein er tímalaust tákn um gæði og fegurð sem við fáum einungis úr vörum unnum úr náttúrunni. Náttúrukantsteinn hentar vel með öllum tegundum af hellum hvort sem þær eru steyptar eða úr náttúrustein.

Sem dæmi um notkun

  • Afmarka beð/gras
  • Afmarka leiksvæði og sandkassa
  • Afmarka gönguleiðir
  • Taka niður hæðarmun
  • Brjóta upp innkeyrslur og garða
  • Ofl.

  • Kansteininn er hægt að fá í mismunandi hæðum, breiddum og lengdum allt eftir þörfum kúnnans og hvað hentar best í þeim aðstæðum sem unnið er við í hvert skipti fyrir sig. Auðvelt er að nota kantstein frá Grástein bæði í bogadregnar og beinar línur.

    Auðvelt er vinna með kantstein og eru leiðbeiningar og teikningar hér neðar á síðunni sem hægt er að nota við hönnun, skipulagningu og vinnu með kantstein úr náttúrugrjóti.