Þrep

Þrep úr náttúrustein er falleg lausn sem ber með sér tákn um glæsileika, gæði og góða endingu. Í hundruði ára hafa þrep úr náttúrusteini verið notuð bæði hérlendis og erlendis og má vel sjá hversu góð ending og glæsileiki þrepa úr náttúrustein eru á því. Þrep úr náttúrusteini er hægt að móta og vinna á marga vegu og er lítið mál að fá þau til að passa inní hvaða umhverfi og aðstæður sem er. Þrep úr náttúrustein eru því góður kostur með nánast óendanlega útfærslumöguleika.

Starfsmenn Grásteins geta gefið góð ráð um möguleika og notkun á þrepum úr náttúrusteini. Leiðbeiningar og teikningar sem hægt er að nota sér til stuðnings við hönnun, skipulagningu og vinnu við náttúrusteinsþrep eru hér neðar á síðunni.