Frá árinu 1997 hefur verið vaxandi áhersla á steinsmíði og framleiðslu á vörum
og einingum úr íslensku nátturugrjóti til nota í umhverfi húsa/gatna. Samhliða steinsmiðjunni er rekin verktakadeild sem tekur að sér stór sem smá verkefni á sviði skrúðgarðyrkju og yfirborðsfrágangs. Hjá Grásteini starfa að jafnaði 7-12 manns allt árið með 5 ára starfsreynslu að lágmarki. Þrír skrúðgarðyrkjumenn
eru í hópnum og einn byggingafræðingur. Hæfni þessara manna hafa gert Grásteini kleift að taka að sér afar fjölbreytt verkefni í gegnum tíðina og eignast stóran hóp viðskiptavina í leiðinni. Eigandi Grásteins er Þorkell Einarsson sem útskrifaðist i árið 1987 frá Garðyrkjuskóla ríkisins.
Nýverið stofnað Þorkell ásamt félögum sínum ,Brynjari og Þór, fyrirtækið
Steinkompaníið sem einbeitir sér að lausnum innanhús úr náttúrusteini.