Um Grástein

Frá árinu 1997 hefur verið vaxandi áhersla á steinsmíði og framleiðslu á vörum og einingum úr íslensku nátturugrjóti til nota í umhverfi húsa/gatna. Samhliða steinsmiðjunni er rekin verktakadeild sem tekur að sér stór sem smá verkefni á sviði skrúðgarðyrkju og yfirborðsfrágangs. Hjá Grásteini starfa að jafnaði 7-12 manns allt árið með 5 ára starfsreynslu að lágmarki. Þrír skrúðgarðyrkjumenn eru í hópnum og einn byggingafræðingur. Hæfni þessara manna hafa gert Grásteini kleift að taka að sér afar fjölbreytt verkefni í gegnum tíðina og eignast stóran hóp viðskiptavina í leiðinni. Eigandi Grásteins er Þorkell Einarsson sem útskrifaðist i árið 1987 frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Nýverið stofnað Þorkell ásamt félögum sínum ,Brynjari og Þór, fyrirtækið Steinkompaníið sem einbeitir sér að lausnum innanhús úr náttúrusteini.

Þekking

Metnaður Grásteins ehf liggur í að skila góðu verki og vöru, einnig að auka á fjölbreytni hluta/efnis úr íslensku grjóti á viðráðanlegu verði. Smá saman hefur Grásteinn veriða að auka véla- og tækjakost fyrirtækisins auk þess sem reynsla og þekking starfsmanna fer sífellt vaxandi. Að undanförnu hafa verið gerðar ýmsar prófanir á vörum og verða þær upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu okkar í framtíðinni..

Grásteins er félagi i Samtökum iðnaðarins, Félagi skrúðgarðyrkjumeistrara og Ábyrgðarsjóði MSI